fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Síðasta símtal Anne-Elisabeth – Var með plön fyrir daginn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 05:45

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar upplýsingar koma stöðugt fram í máli Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf sporlaust frá heimili sínu í útjaðri Osló í lok október 2018. Nú síðast eru það upplýsingar um síðasta símtal hennar en það átti sér stað þennan örlagaríka dag. Hún ræddi þá stuttlega við son sinn eða í 92 sekúndur.

Að morgni 31. október 2018, daginn sem hún hvarf, hringdi Anne-Elisabeth í son sinn og ræddi stuttlega við hann. VG skýrir frá þessu og hefur eftir Haris Hrenovica, saksóknara hjá lögreglunni, að lögreglan telji að þetta símtal sé síðasta örugga lífsmarkið frá Anne-Elisabeth en lögreglan vilji ekki tjá sig frekar um þetta eða önnur gögn málsins.

Sonurinn er sagður hafa sagt lögreglunni að hann hafi sofið illa aðfaranótt 31. október og hafi ekki verið í skapi til að tala og því hafi símtalið verið mjög stutt.

Þetta símtal hefur frá upphafi rannsóknarinnar verið eitt helsta viðmið lögreglunnar. Í samtalinu ræddu mæðginin um launagreiðslur og að nú væri Hrekkjavaka og að auki að Anne-Elisabeth ætlaði að passa barn hans síðdegis.

Einnig er vitað að hún ræddi við starfsmann Futurum, sem Tom Hagen eiginmaður hennar á og hún og sonurinn voru starfsmenn hjá á þessum tíma, klukkan 08.45. Þau ræddu um laun og leikritið „The Book of Mormon“ sem Anne-Elisabeth hafði séð kvöldið áður með eiginmanni sínum og vinum. Auk þess sagði hún viðmælanda sínum að þau hjónin ætluðu hugsanlega að fara í sumarhús þeirra á Kvitfjell síðdegis. Þá fyrirætlan blés hún þó af í smáskilaboðum til fjölskyldumeðlims 14 mínútum eftir að samtalinu við starfsmann Futurum lauk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins