fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

WHO varar Evrópuríki við vegna fjölgunar kórónuveirusmita

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. júní 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ellefu Evrópuríkjum hefur kórónuveirufaraldurinn gosið upp á nýjan leik en í heildina hefur smitum fjölgað í 30 ríkjum að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Þetta er í fyrsta sinn vikum saman sem tilfellum hefur fjölgað í Evrópu en það gerist í kjölfar afléttinga takmarkana varðandi daglegt líf í mörgum ríkjum.

BBC skýrir frá þessu. Í ellefu ríkjum, þar á meðal Svíþjóð, hefur faraldurinn sótt í sig veðrið og er um „töluverða aukningu“ að ræða segir Hans Kluge svæðisstjóri WHO í Evrópu. BBC hefur eftir honum að ef ekki verði brugðist við geti þolmörk heilbrigðiskerfisins í álfunni verið þanin til hins ýtrasta.

„Vikum saman hef ég talað um hættuna á að faraldurinn blossi upp á nýjan leik þegar ríkin draga úr hömlum. Í mörgum Evrópuríkjum er þetta nú orðið að veruleika.“

Er haft eftir Kluge sem sagði einnig að WHO vænti þess að smitum fækki yfir sumarið.

„En við neyðumst til að undirbúa okkur undir haustið þegar COVID-19 kemur á sama tíma og hin hefðbundna inflúensa, lungnabólga og aðrir sjúkdómar sem eru á sveimi í samfélaginu.“

Sagði hann um komandi mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér