fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

3.000 börn voru misnotuð kynferðislega í kaþólskum kirkjum í Frakklandi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri franskri skýrslu þá brutu að minnsta kosti 1.500 prestar og aðrir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar kynferðislega á að minnsta kosti 3.000 börnum. Skýrsluhöfundar rannsökuðu slík mál allt aftur til 1950.

Það var sérstök rannsóknarnefnd sem gerði skýrsluna og leggur hún áherslu á að líklega séu fórnarlömbin miklu fleiri.

Formaður nefndarinnar, Jean-Marc Sauve, sagði á fréttamannafundi að rúmlega 1.500 prestar og aðrir starfsmenn kirkjunnar hefðu staðið að baki ofbeldinu.

Rannsóknarnefndin var sett á laggirnar fyrir ári síðan af frönskum biskupum en það var gert í kjölfar fjölda ásakana um barnaníð á hendur starfsmönnum kaþólsku kirkjunnar.

Einnig var sérstök símalína sett á laggirnar en fórnarlömb ofbeldisins gátu hringt í hana. Rúmlega 5.300 símtöl bárust síðustu 12 mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri