fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Sjónvarpsstöð opinberaði mögulega hvar bitcoin úr Hagen málinu er að finna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. júní 2020 05:50

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á því rúma eina og hálfa ári sem liðið er síðan Anne-Elisabeth Hagen hefur Bitcoin-slóðin verið nefnd aftur og aftur. Bitcoin-slóðin sem um ræðir er sú sem hinir mögulegu mannræningjar notuðu í samskiptum sínum við eiginmann hennar, milljónamæringinn Tom Hagen. Fjölskyldan notaði þessa slóð á síðasta ári, þegar hún bað mannræningjana um að sanna að Anne-Elisabeth væri á lífi.

En nú er búið að upplýsa hver hin margumtalaða slóð er og hver sem er getur nýtt hana. Það er að minnsta kosti skoðun Torbjørn Bull Jessen, sérfræðings í rafmynt. Sjónvarpsstöðin NRK birti hluta dulkóðaðra skilaboða sem Hagen fjölskyldan hefur sent á Bitcoin-slóðina og segir sérfræðingurinn að enginn vafi sé á því að NRK hafi gert það auðveldara að finna slóðina og nú geti hver sem er sent skilaboð þangað.

Samskiptin á milli Tom Hagen og þeirra sem talið er að hafi rænt konu hans fóru fram með því að send voru dulkóðuð skilaboð í gegnum kerfi sem nýtt er til þess að millifæra rafmynt.  Fyrirmæli um þetta komu fram í hótunarbréfi sem Tom Hagen fann á heimili sínu, á Sloravejen í Lørenskog, þegar hann kom heim að tómu húsi þann 29. október 2018.

Þegar fjölskyldan bað um að fá að sjá mynd af Anne-Elisabeth var svarið. „Ekki góður tími. Flýttu þér eða hún deyr“.

Í skilaboðunum kom fram að fjölskyldan gat aðeins notað sex ákveðnar setningar í samskiptum sínum. Hverjum skilaboðum fylgdi ákveðin bitcoin upphæð. Þeir sem skildu bréfið eftir höfðu sem sagt búið setningarnar til fyrir fram og þess vegna var ekki mögulegt að biðja um sönnun á því að hin horfna kona væri á lífi. Þess vegna millifærði fjölskyldan litla upphæð Bitcoin með dulkóðuðum skilaboðum þar sem beðið var um sönnun á því að Anne-Elisabeth væri á lífi. Til þess notuðu þau kóðann „CEE FACE AE“.

Það er einmitt birting þessara bókstafa sem vekur áhyggjur hjá sérfræðingnum. Hann segir að þeir sem sé færir í því að vinna með Bitcoin geti auðveldlega fundið slóðina, í raun sé þurfi bara að framkvæma leit í Bitcoin kerfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið