fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Yfirgaf Votta Jehóva – „Var 10 ára þegar mér var sagt að ég væri of kynþokkafull“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. júní 2020 07:00

Irja Piippo. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég var mjög ung, um tíu eða ellefu ára, var byrjað að segja við mig að ég væri of kynþokkafull. Ég byrjaði mjög ung að klæða mig eins og fullorðin kona, eða þegar ég fór að þroskast.“

Þetta segir Irja Piippo, sem er nú 33 ára, um uppvöxtinn í samfélagi Votta Jehóva. Hún fékk einnig að heyra að það væri sök kvenna ef þær yrðu fyrir kynferðislegri áreitni. Þetta kemur fram í umfjöllun Sænska ríkisútvarpsins.

Þegar Irja komst á unglingsaldur byrjaði hún að stunda skemmtanalífið og hitta vini sína sem voru ekki í söfnuði Votta Jehóva. Eftir tímabil með miklu skemmtanalífi var samviskan orðin slæm og ákvað hún að ræða málin við söfnuðinn.

„Mér fannst ég hafa þörf fyrir að bæta líf mitt eftir tímabil þar sem ég hafði verið að skemmta mér og stunda kynlíf utan hjónabands. Ég vildi játa syndir mínar og var kölluð á fund.“

Á fundinum voru auk hennar sex eldri menn.

„Fyrst þarf maður að segja hvað maður hefur gert og síðan á maður að skýra frá því í smáatriðum. Það er mjög ógeðfellt að segja frá þessu en greinilega vilja þeir vita hvaða stellingar voru notaðar, hversu oft maður hefur stundað kynlíf og með hverjum. Eins og yfirheyrsla.“

Segir Irja og að það sé erfitt fyrir ungar konur í söfnuði Votta Jehóva að segja frá því ef þær verða fyrir kynferðislegri áreitni.

„Þú verður stöðugt að hugsa um kynferði þitt og skammast þín. Ef þú lendir í einhverju og snýrð þér til foreldra, til dæmis, þá færðu að heyra að þetta sé þín sök.“

Segir Irja sem sagði skilið við söfnuðinn þegar hún var tvítug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?