fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Öruggur sigur Bernie Sanders í Nevada

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. febrúar 2020 06:28

Bernie Sanders liggur ekki á skoðunum sínum. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bernie Sanders vann öruggan sigur í forvali demókrata í Nevada sem fór fram í gær. Þegar þetta er skrifað er búið að telja 43% atkvæða og hefur Sanders hlotið 46% þeirra. Næstur kemur Joe Biden, fyrrum varaforseti, með 20% fylgi. Sanders, sem er 78 ára, fékk einnig flest atkvæði allra frambjóðendanna hjá ungum kjósendum eða tvöfalt fleiri en sá sem kemur næstur. Hann fékk einnig flest atkvæði hvítra kjósenda sem teljast vera til vinstri í flokknum og frá kjósendum sem ekki eru hvítir. Þetta veikir rök Joe Biden um að hann sé eini frambjóðandinn sem getur fylkt Bandaríkjamönnum, óháð stétt og stöðu, að baki sér til að sigra Donald Trump í forsetakosningunumí nóvember.

Niðurstaðan sýnir að Sanders, sem náði einnig góðum árangri í Iowa og New Hampshire, höfðar til breiðs hóps kjósenda með boðskap sínum um félagslegt og efnahagslegt réttlæti. Hann virðist því geta byggt upp breiða samstöðu kjósenda allt frá landbúnaðarríkjunum í miðvesturríkjunum til fjölmenningarsamfélaga eins og í Nevada.

Sanders var kominn til Texas þegar tölur fóru að berast og þar ávarpaði hann stuðningsmenn sína.

„Í Nevada mynduðum við bandalag þvert á kynslóðir og kynþætti. Þetta hratt af stað bylgju, ekki bara í Nevada, heldur í öllu landinu.“

Í Nevada greiddu 44% hvítra kjósenda Sanders atkvæði en aðeins 22% Biden. 66% 17 til 29 ára kjósenda studdu Sanders en 10% Pete Buttigieg og 9% studdu Biden.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað