fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Fleiri borgir taka væntanlega upp skatta á ferðamenn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 08:00

Frá Amsterdam. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mörgum evrópskum borgum er nú rætt af mikilli alvöru um að leggja sérstaka skatta á ferðamenn, túristaskatt. Nú þegar hafa slíkir skattar verið lagðir á í Amsterdam og Róm og fljótlega gæti borgunum fjölgað.

VG skýrir frá þessu. Fram kemur að um síðustu áramót hafi skattar á ferðamenn hækkað í Amsterdam. Fram að því þurftu þeir að greiða 7% skatt ofan á gistiverðið en frá áramótum voru 3 evrur til viðbótar lagðar ofan á skatinn, óháð því hvað gistingin kostar. Þessi sami skattur nær einnig til Airbnb og sambærilegra gistimöguleika. Markmiðið er að fækka ferðamönnum í borginni en hún glímir við alltof mikla ásókn ferðamanna.

Álíka skattar hafa verið lagðir á í Dortumund, Mallorca og mörgum ítölskum borgum og bæjum.

Í Feneyjum verður nýr túristaskattur lagður á frá 1. júlí. Hann verður 3 evrur á hverjum sólarhring utan háannatíma og á virkum dögum en 8 evrur um helgar á háannatíma. Markmiðið er það sama, að reyna að fækka ferðamönnum en 25 til 30 milljónir ferðamanna heimsækja borgina árlega.

Í Róm hafa sérstakir ferðamannaskattar einnig verið lagðir á en þeir nema 7 evrur á hverja gistinótt á fimm stjörnu hótelum. Í Dortmund er lagður 7,5% skattur á hverja gistinótt.

Í Noregi er nú verið að ræða að leggja túristaskatt á og slík umræða er einnig í gangi í Skotlandi og nokkrum breskum bæjum og borgum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað