fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Meintur raðmorðingi handtekinn í Flórída

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. september 2019 18:30

Robert Hayes. Mynd:Lögreglan í Palm Beach

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn handtók lögreglan í Palm Beach í Flórída Robert Hayes, 37 ára, og kærði fyrir morð á konu fyrir þremur árum. Á grundvelli DNA-rannsókna hefur vaknað grunur um að hann hafi orðið fleiri konum að bana á árunum 2005 til 2016.

Um er að ræða þrjú morð til viðbótar. Lögreglan segist þess fullviss að henni hafi tekist að hafa hendur í hári raðmorðingja og leiti nú að fleiri fórnarlömbum. Rannsóknin beinist nú að árunum 2005 til 2019.

Það var DNA á sígarettustubbi, sem lögreglunni tókst að komast leynilega yfir fyrir handtökuna, sem tengir Hayes við morðin.

Síðasta fórnarlambið var hin 32 ára Rachel Bey sem hafði viðurværi sitt af vændi. Lík hennar fannst í skurði í mars 2016. Hún var kjálkabrotin og margar tennur höfðu verið slegnar úr henni áður en hún var kyrkt.

Fyrsta fórnarlambið var Laquetta Gunther, 45 ára, sem starfaði einnig við vændi. Hin fórnarlömbin tvö störfuðu ekki við vændi en höfðu komið við sögu lögreglunnar vegna annarra afbrota, þar á meðal vörslu fíkniefna. Gunther og hinar konurnar tvær voru skotnar í höfuðið.

Nágrannar Hayes segja hann hafa starfað sem kokk og hafi virst venjulegur og rólegur maður sem bjó með konu og tveggja ára dóttur sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli