fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Svona geta draumar verið magnaðir

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 16. september 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jenna Evans, 29 ára kona í Kaliforníu í Bandaríkjunum, hefur átt það til að ganga í svefni í gegnum tíðina. Þá dreymir hana stundum býsna fjöruga drauma þar sem hún er í vægast sagt svakalegum aðstæðum.

Nótt eina fyrir skemmstu dreymdi Jennu einmitt slíkan draum þar sem bófar og háhraðajárnbrautalest komu meðal annars við sögu. Til að koma í veg fyrir að bófunum tækist að stela trúlofunarhringnum af fingri Jennu brá hún á það ráð að gleypa hringinn – í draumnum.

Þegar Jenna vaknaði áttaði hún sig á því að þessi fjöruga atburðarás hafði bara verið draumur – allt nema þetta með hringinn. „Þegar ég vaknaði var hringurinn ekki á fingrinum og ég vissi um leið hvar hann var,“ segir hún við KGTV-sjónvarpsstöðina. Jenna hafði gleypt hringinn, fallegan demantshring, í raun og veru.

Hún fór ásamt unnusta sínum, Bobby, til læknis daginn eftir þar sem mynd var tekin. Hringurinn sást greinilega og lögðu læknar til að hann yrði fjarlægður með skurðaðgerð. Þó aðgerðir sem þessar séu mikið inngrip kveðst Jenna hafa verið ánægð að láta lækna fjarlægja hann í stað þess að láta hann skila sér með eðlilegum hætti.

Aðgerðin gekk vel en Jenna og Bobby ætla að ganga í það heilaga í maí næstkomandi. Þess má geta að Jenna er nú farin að taka hringinn af sér þegar hún fer að sofa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda
Pressan
Í gær

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám