Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem var unnin fyrir breska Utanríkisráðuneytið. Daily Mail skýrir frá þessu. Fram kemur að í skýrslunni komi fram að sannanir séu fyrir að ofsóknir á hendur kristnu fólki sé verri nú en nokkru sinni áður. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, segir að „pólitískur rétttrúnaður“ sé ástæðan fyrir að ekki hefur tekist að takast á við þá kúgun sem kristið fólk sætir en hann kallar þetta „gleymdu ofsóknirnar“.
Hunt segir að hann muni nota áhrif Breta á alþjóðavettvangi til að vernda kristið fólk sem sætir árásum vegna trúar sinnar. Hann viðurkennir einnig að vandanum hafi stundum verið afneitað vegna „óþarfa áhyggja“ að það að takast á við vandann muni verða túlkað sem nýlendustefna.
Samkvæmt skýrslunni er kristið fólk „áreitt“ í fleiri ríkjum en fólk af öðrum trúarbrögðum. Þetta á sérstaklega við í löndum þar sem íslamstrú er stærst en þannig er staðan í mörgum ríkjum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. 245 milljónir kristinna manna eru sagðir sæta áreiti og ofsóknum í 50 löndum og fjölgi þeim um 30 milljónir á ári.