fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Mikið áhyggjuefni – Grænlandsjökull bráðnar sex sinnum hraðar en 1980

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 08:02

Hluti Grænlandsjökuls. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að Grænlandsjökull bráðnar nú sex sinnum hraðar en í upphafi níunda áratugarins. Í rannsókninni, sem er alþjóðleg, var reiknað út það magn af ís sem hefur bráðnað á Grænlandi síðan 1972 en það ár var byrjað að taka myndir af landinu með Landsat-gervihnöttum.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í gær í vísindaritinu PNAS. Vísindamennirnir, sem stóðu að rannsókninni, telja sig geta sannað að bráðnun Grænlandsjökuls hafi ein og sér valdið því að yfirborð heimshafanna hafa stigið um 13,7 millimetra frá 1972, þar af átti helmingur þessarar hækkunar sér stað á síðustu átta árum.

Eric Rignot, franskur jöklafræðingur, sem vann að rannsókninni segir að þegar horft sé á þróunina yfir marga áratugi sé best að setjast aðeins niður áður en niðurstöðurnar eru skoðaðar.

„Það er hræðilegt hversu hratt þetta breytist.“

Segir hann.

Mælingar vísindamannanna sýna að 47 gígatonn, það eru 47 milljarðar tonna, af ís bráðnuðu að meðaltali á ári á áttunda áratugnum.

Á níunda áratugnum tvöfaldaðist bráðnunin og í lok tíunda áratugarins og upphafi þessarar aldar jókst hraði hennar enn meira.

Önnur nýlega rannsókn sýndi að þróunin hefur verið eins á Suðurskautslandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina