fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Fjórðungur 18 til 39 ára Japana hefur aldrei stundað kynlíf

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Japan er mikið álag á samfélagið vegna sívaxandi hlutfalls eldra fólks. Sífellt fleiri ná háum aldri og þarfnast aðstoðar á meðan unga fólkinu fækkar og því eru færri hendur til að sinna þeim eldri og til að manna önnur störf í samfélaginu. Um 20% þjóðarinnar er 65 ára og eldri. Miðað við niðurstöður nýrrar rannsóknar er ekki að sjá að fleiri hendur verði á lofti í framtíðinni til að takast á við þau verkefni sem þarf að sinna.

Það hefur gengið illa að fá Japani til að fjölga sér og miðað við niðurstöður nýju rannsóknarinnar þá er útlitið ekki bjart. Um fjórðungur fólks á aldrinum 18 til 39 ára hefur aldrei stundað kynlíf með annarri manneskju.

CNN skýrir frá þessu. Þar segir að vísindamenn hafi notast við gögn um 11.000 til 18.000 Japani á aldrinum 18 til 39 ára og ná gögnin yfir þrjá áratugi. Miðað við þær þá fjölgar sífellt í hópi þeirra sem hafa aldrei stundað kynlíf.

1992 sögðust 21,7% kvenna í þessum aldurshópi aldrei hafa stundað kynlíf en 2015 var hlutfallið 24,6%. Hjá körlunum er aukningin meiri en 20% þeirra höfðu ekki stundað kynlíf 1992 en 2015 var hlutfallið komið í 25,8%.

En ef tölurnar eru brotnar niður er staðan ekki alveg jafn slæm. Um 75% 18 ára Japana hafa aldrei stundað kynlíf en um 9% þeirra sem eru á aldrinum 35 til 39 ára.

Til samanburðar má geta þess að í Bandaríkjunum og Bretlandi er talið að á milli 1 og 5% fullorðinna hafi aldrei stundað kynlíf.

Í umfjöllun CNN koma fram nokkrar hugsanlegar ástæður þess að svo margir Japanir á barneignaraldri hafi ekki stundað kynlíf.

Meðal annars sýna niðurstöður rannsóknarinnar að margir karlar í láglaunastörfum hafa ekki stundað kynlíf en það getur bent til að peningar, völd og þjóðfélagsstaða hafi áhrif á möguleika fólks til að finna einhvern til að stunda kynlíf með. Hugsanlegt er að þjóðfélagsstaða þeirra valdi því að konur telji þá ekki vænlega kosti. Einnig er hugsanlegt að sjálfstraust þeirra sé minna en hjá öðrum.

Klámiðnaðurinn stendur sterkum fótum í Japan en samt sem áður er kynlíf eitthvað sem ekki er rætt eða fjallað um. CNN hefur eftir Kukhee Choo, hjá Sophia háskólanum í Tókýó, að þar í landi sé kynlíf talið sóðalegt.

„Nemendur mínir geta ekki notað orð eins og typpi eða píka. Ef kona lætur í ljós einhverja vitneskju eða áhuga á kynlífi er hún talin glötuð sál. Karlar tala heldur ekki um kynlíf.“

Sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“