fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Bíræfnir þjófar skriðu í gegnum holræsi til að komast inn í banka

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er enn ljóst hvað bíræfnir þjófar sluppu með úr banka í belgísku hafnarborginni Antwerpen um helgina. Þeir skriðu í gegnum holræsakerfið til að komast inn í BNP Paribas bankann. Þeir gátu síðan athafnað sig inni í bankanum og komist á brott án þess að skilja minnstu vísbendingu eftir um hverjir þeir eru.

The Guardian skýrir frá þessu. Lögreglan hefur unnið að rannsókn málsins síðan á sunnudaginn en síðdegis þann dag fór þjófavarnarkerfi bankans í gang.

Svo virðist sem þjófarnir hafi byrjað aðgerð sína í byggingu beint á móti bankanum. Þaðan grófu þeir fjögurra metra löng göng að holræsakerfi sem liggur undir götuna. Þeir virðast síðan hafa skriðið eftir rörum, sem eru 40 sm í þvermál, í holræsakerfinu áður en þeir grófu önnur fjögurra metra löng göng að bankanum. Þá komust þeir inn í það rými þar sem bankahólf eru.

Talsmenn BNP Paribas hafa ekki viljað tjá sig um málið. Belgískir fjölmiðlar hafa eftir konu, sem býr í næstu götu, að dagana á undan hafi hún heyrt mikil hamarshögg löngum stundum.

Talsmaður lögreglunnar segir að hún hafi ekki hugmynd um hverjir voru að verki.

Bankinn er nærri hinu þekkta demantahverfi borgarinnar. Þar var „rán aldarinnar“ framið 2003 en þá var demöntum, gulli og skartgripum að verðmæti rúmlega 100 milljóna dollara rænt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum