fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Handtekinn vegna 45 ára gamals morðmáls – Ný DNA-tækni kom lögreglunni á sporið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 22:00

Linda O'Keefe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1973 fannst Linda O‘Keefe, 11 ára, myrt í Newport Beach í Kaliforníu í Bandríkjunum. Hún hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi og síðan kyrkt. Málið var óupplýst þar til nýlega að lögreglan handtók 72 ára kvæntan mann, sem er afi, vegna málsins. Hann er grunaður um að hafa myrt Lindu. Það var ný tækni við DNA-rannsóknir sem nýttist lögreglunni og kom upp um manninn.

Denver Post segir að á þriðjudaginn í síðustu viku hafi James Neal, 72 ára, verið handtekinn í Colorado vegna málsins.

„Við gleymdum Lindu aldrei.“

Sagði Jon Lewis, lögreglustjóri í Newport Beach, á fréttamannafundi þar sem tilkynnt var um handtökuna.

Linda sást síðast á lífi þann 6. júlí 1973 þegar hún gekk heim úr skóla. Lík hennar fannst næsta dag en 45 ár liðu þar til meintur morðingi hennar var handtekinn.

James Neal er grunaður um morðið.

Neal bjó í Kaliforníu í byrjun áttunda áratugarins og starfaði við byggingarvinnu þegar Linda var myrt. Fljótlega eftir morðið flutti hann til Flórída og breytti nafni sínu. DNA fannst við lík Lindu en þegar tækninni fleygði fram og hægt var að rannsaka lífsýnið betur fannst engin svörun í gagnabönkum lögreglunnar.

En með nýrri aðferð, sem lögreglan hefur beitt mikið að undanförnu, tókst að hafa uppi á Neal. Í aðferðinni felst að lögreglan notar DNA-upplýsingar úr almennum gagnabönkum um erfða- og ættfræði til að finna fólk. Í janúar gaf DNA-sýnið svörun við sýni úr ættingja Neal og í framhaldinu komst lögreglan á spor hans.

Foreldrar Lindu eru látnir en systkinum hennar var strax tilkynnt um handtökuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“