fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

NASA birtir mynd af dularfullum norðurljósum á Íslandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 11:50

Glæsileg norðurljós. Mynd:Jingyi Zhang og Wang Zheng

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA birti í gær mynd af dularfullum norðurljósum yfir Íslandi. Myndin var tekin fyrr í mánuðinum af Jingyi Zhang og Wang Zheng. Norðurljósin hafa tekið á sig mynd „dreka“ og virðist höfuðið hefjast upp til skýjanna.

Norðurljósin myndast þegar hraðfleygar rafmagnaðar agnir frá sólinni rekast á atóm og sameindir í lofthjúpi jarðarinnar, yfirleitt í um 100 km hæð eftir því sem segir á Stjörnufræðivefnum. Úr þessu verður oft mikið sjónarspil.

Í texta við myndina skrifar NASA:

„Hefur þú einhverntíma séð dreka á flugi? Þrátt fyrir að drekar séu ekki til í alvöru mynduðust risastór drekalaga norðurljós yfir Íslandi fyrr í mánuðinum.“

Síðan er útskýrt hvernig norðurljósin myndast af völdum rafmagnaðra agna frá sólinni.

Drekaljósin. Mynd:Jingyi Zhang og Wang Zheng

Það sem þykir markverkt við þessi norðurljós er að þau voru þegar lítil virkni var í sólblettum sem þýðir að sólin sendi ekki eins mikið af rafmögnuðum ögnum frá sér eins og hún er vön.

„Engir sólblettir hafa birst á sólinni það sem af er febrúar sem gerir þessa hrífandi norðurljósavirkni svolítið undarlega.“

Segir á vef NASA.

En hvað sem því líður þá hljóta flestir að vera sammála um að myndin er stórkostleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Í gær

Þurfti að fara í flókna hjartaaðgerð eftir að hafa borðað poppkorn – „Dauðinn knúði dyra“

Þurfti að fara í flókna hjartaaðgerð eftir að hafa borðað poppkorn – „Dauðinn knúði dyra“