fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 19:25

Húsið sem um ræðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn brutust ónafngreindir aðilar inn í hús á East Avenue J. í Houston í Texas. Ætlunin var að reykja hass þar í ró og næði. En það fór nú ekki svo því þegar komið var inn í húsið mætti óvænt sjón augum þeim og fékk þá til að flýja hið snarasta úr húsinu.

Í bílskúrnum var tígrísdýr, kvendýr. Það var í búri sem var ekki læst. Bílskúrinn var lokaður og dyrnar festar með skrúfjárni og nælonbandi að sögn lögreglunnar.

Tilkynnandinn sagðist hafa farið inn í húsið ásamt fleirum til að reykja hass og hafi þeir í fyrstu talið að þeir sæju ofsjónir þegar þeir sáu tígrísdýrið.

Lögreglan og fulltrúar dýraverndarsamtakanna BARC skutu deyfilyfi í dýrið og gátu síðan fjarlægt það úr húsinu. Dýrið var tekið í umsjá BARC og verður síðan komið í varanlegt skjól á góðum stað, væntanlega dýragarði. Ekki er vitað hver kom tígrísdýrinu fyrir í húsinu eða hvenær.

Búið að fanga dýrið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 1 viku

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri