fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Pressan

Laug á starfsumsókn – í gær fékk hún þungan dóm

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 5. desember 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það borgar sig aldrei að segja ósatt, hvað þá á starfsumsókn þegar sótt er um vel launað og starf hjá hinu opinbera. 46 ára kona komst að raun um það í gær þegar hún var dæmd í rúmlega tveggja ára fangelsi.

Konan, Veronica Hilda Theriault, fékk vinnu sem yfirmaður upplýsingamála hjá forsætisráðuneytinu í Suður-Ástralíu árið 2017. Veronica átti að fá ágætislaun, eða rúmar 20 milljónir króna á ári. Eftir að hún hafði starfað í einn mánuð kom í ljós að hún hafði sagt ósatt á starfsumsókn sinni og logið bæði til um menntun og starfsreynslu. Þá skáldaði hún umsagnir fyrrverandi yfirmanna.

Veronica bar því við fyrir dómi að hún væri með geðhvarfasýki og kvaðst dómarinn í málinu, Michael Boylan, taka tillit til þess að hluta. Niðurstaðan var þó 25 mánaða fangelsi og þarf Veronica að sitja inni í að minnsta kosti tólf mánuði áður en hún getur sótt um skilorð. Boylan sagði að glæpurinn væri alvarlegur, ekki síst í ljósi þess að hún hafði greiðan aðgang að ýmsum trúnaðarupplýsingum í starfi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

7 ára stúlka fannst í skáp – Hafði verið svelt – Leita nú að systur hennar sem hefur ekki sést síðan 2017

7 ára stúlka fannst í skáp – Hafði verið svelt – Leita nú að systur hennar sem hefur ekki sést síðan 2017
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar líklegri en konur til að deyja úr brostnu hjarta

Karlar líklegri en konur til að deyja úr brostnu hjarta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór út að skemmta sér – Vaknaði næsta dag nakinn, aleinn og búið að stela peningunum hans

Fór út að skemmta sér – Vaknaði næsta dag nakinn, aleinn og búið að stela peningunum hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjórn Trump íhugar að afnema grundvallarréttindi

Stjórn Trump íhugar að afnema grundvallarréttindi