fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Óttast um afdrif mörg þúsund manns í bandarískum stórborgum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. desember 2019 18:00

New York borg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hitabylgjum, sem ríða yfir Bandaríkin, hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og voru þær ansi margar síðasta sumar. Í mörgum borgum hafa verið gerðar aðgerðaáætlanir um hvernig á að koma verst settu íbúunum til aðstoðar við slíkar aðstæður. Óttast er að hitabylgjur framtíðarinnar muni koma sérstaklega illa niður á heimilislausu fólki og eldra fólki.

Í Philadelphia voru neyðarteymi að störfum í sumar til að færa heimilislausum vatn. Ef það var ekki talið duga var fólkinu boðið upp á akstur í miðstöðvar, með loftkælingu, sem var búið að koma upp. Í Austin í Texas ákváðu borgaryfirvöld að ekki yrði lokað fyrir rafmagn hjá þeim sem ekki gátu greitt rafmagnsreikninga sína.

Í borgum á borð við Dallas og Jacksonville voru engar viðbragðsáætlanir. The Guardian segir að 24 af 30 stærstu borgum Bandaríkjanna hafi verið með viðbragðsáætlanir vegna hitabylgja en aðeins 10 þeirra voru með sérstakar áætlanir fyrir þá verst settu, til dæmis heimilislausa, eldra fólk og tekjulágt fólk.

Í nýrri skýrslu „Killer heat“ (Drápshiti) sem Union of Concerned Scientists hefur gefið út segir að yfirvofandi hitabylgjur feli í sér hættu sem sé alvarlega vanmetin. Í skýrslunni kemur fram að rúmlega 90 milljónir Bandaríkjamanna muni um miðja öldina búa við að hitinn fari yfir 40 gráður í 30 daga eða fleiri á ári. Þetta verði að skoða í því ljósi að í dag séu það „aðeins“ um 900.000 manns sem búi við slíkar aðstæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“