fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Vilja hætta að kalla Holland Holland

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. október 2019 06:30

Hollendingar eru hávaxnastir allra þjóða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollenska ríkisstjórnin og mörg hollensk samtök og stofnanir vilja að hætt verði að kalla landið Holland og að í staðinn verði notast við heitið Niðurland. Ástæðan er að talið er að orðið Niðurland bæti ímynd landsins á erlendum vettvangi.

Hollenska blaðið De Volkskrant skýrir frá þessu. Holland er notað sem heiti á landið á mörgum tungumálum, til dæmis íslensku. En sumstaðar er talað um the Netherlands/Niðurland og það þurfum við kannski að fara að temja okkur.
Nafnið Holland vísar til tveggja af tólf héruðum landsins, Noord-Holland og Zuid-Holland.

Fram kemur að það að fólk segist vera frá Hollandi gefi til kynna klisjufyllta mynd af túlipönum, vindmylum, osti og hassi að mati hollenska utanríkisráðuneytisins. Þetta vilja Hollendingar binda endi á og því á aðeins að vísa til Niðurlands í framtíðinni.

Ráðuneytið telur að nafnið Holland sé ekki sérstaklega hentugt þegar reynt er að fá ferðamenn til að heimsækja aðra staði en Amsterdam. Orðið Holland varð fyrir valinu í opinberri markaðssetningu á sínum tíma vegna þess að það þykir þjálla á tungu en að segja Niðurland.

Samtök ferðaþjónustunnar þar í landi virðast vera sammála því að leggja eigi áherslu á hina niðurlensku ímynd en ekki hollensku til að efla ferðamannaiðnaðinn.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Hollandi/Niðurlandi á næsta ári og á að reyna að nota keppnina til að koma „nýja“ nafninu á kortið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum