fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Var í sólbaði þegar maðurinn lét vatnsflösku í sandinn: Fékk áfall þegar hún sá hvað leyndist í flöskunni

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 18. október 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michelle Montcourt, ungri konu frá Mexíkó, brá verulega í brún þegar hún var í sólbaði á ströndinni í Sydney á dögunum. Michelle er ferðamaður og hafði hún komið sér fyrir á handklæði í sandinum til að njóta veðurblíðunnar og busla í sjónum.

Michelle veitti því athygli þegar maður, líklega á fertugsaldri, gekk fram hjá henni og lét plastflösku í sandinn. Í raun var um að ræða ósköp venjulega vatnsflösku, með límmiða á, en að þessu loknu kom maðurinn sér fyrir skammt frá Michelle.

„Ég horfði á hann gera þetta og hugsaði mér af hverju í ósköpunum hann henti ekki flöskunni í ruslið,“ segir Michelle við News.co.au. Hún tók eftir því að eitthvað dularfullt væri á seyði þegar hún tók flöskuna upp. Það var þá sem hún tók eftir því að lítil myndavél var falinn inni í flöskunni.

Michelle segir að maðurinn hafi forðað sér á hlaupum þegar Michelle tók flöskuna upp og sá hvað var inni í henni. Michelle tók myndavélina með sér heim, en í henni var 32 gígabæta minniskort. Á minniskortinu voru allskonar myndbönd, aðallega af konum og ungum börnum á ströndinni.

Lögreglan staðfesti við News.co.au að málið hefði ratað inn á borð hennar og væri nú í rannsókn. „Rannsóknin er á frumstigi og við getum ekki veitt frekari upplýsingar,“ sagði upplýsingafulltrúi lögreglu.

Michelle hvetur fólk til að vera á varðbergi og hafa augun hjá sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar