fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Netflix beygir sig í duftið fyrir Sádi-Arabíu – Fjarlægir þátt eftir kvörtun Sáda

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 07:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efnisveitan Netflix hefur beygt sig í duftið fyrir stjórnvöldum í Sádi-Arabíu eftir að þau kvörtuðu yfir gamanþætti þar sem Sádi-Arabía er til umfjöllunar og sætir gagnrýni. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu telja að ákveðinn þáttur í gamanþáttaröðinni ´Patriot Act´ með Hasan Minhaj „brjóti gegn lögum konungsríkisins um netglæpi“.

Nafnið ´Patriot Act´ vísar til samnefndra laga í Bandaríkjunum en þau voru sett í kjölfar hryðjuverkaárásanna á landið í september 2001. Lögin veita leyniþjónustum landsins nánast frjálsar hendur um hvað sem er.

Þættir Hasan Minhaj voru frumsýndir í október. Í umræddum þætti tekur Minhaj, sem er múslimi fæddur í Bandaríkjunum, stjórnvöld í Sádi-Arabíu fyrir eftir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Gagnrýnin beinist sérstaklega að krónprinsinum Mohammed bin Salman sem er af mörgum talinn maðurinn á bak við morðið.

The Financial Times skýrir frá þessu. Blaðið segir að ákvörðun Netflix um að láta undan kröfum Sáda veki upp spurningar um hvar mörk tjáningarfrelsis á netinu liggi. Karen Attiah, ritstjóri Khashoggi hjá The Washington Post, segir þessa ákvörðun Netflix „hneyksli“.

Í tilkynningu frá Netflix kemur fram að efnisveitan styðji „heilshugar listrænt frelsi um allan heim“ en að þátturinn hafi verið tekinn úr sýningu vegna „gildrar beiðni sem er byggð á lagalegum grunni“. Ekki er lengur hægt að horfa á þáttinn í Sádi-Arabíu en hann er aðgengilegur í öðrum löndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri