fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Örlagadagur á breska þinginu – Spá afhroði Theresa May í atkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 05:59

Theresa May.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ögurstund á breska þinginu í dag þegar neðri deildin greiðir atkvæði um útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Theresa May, forsætisráðherra, hvatti þingmenn í gær til að „lesa samninginn aftur“ og játaði um leið að hann væri ekki fullkominn. En ekki er að sjá að þetta muni breyta miklu og allt stefnir í afhroð hennar og þeirra sem styðja samninginn.

Sky-fréttastofan segir að reyndir þingmenn spá því að May tapi atkvæðagreiðslunni með 100 til 200 atkvæða mun. Í framhaldi af slíkum ósigri mun Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, líklega leggja fram vantraustillögu á hendur ríkisstjórninni.

Bandamenn May segja engu máli skipta hversu stórt hún muni tapa í atkvæðagreiðslunni, hún hafi ekki í hyggju að segja af sér eða boða til þingkosninga. Hún mun þó verða undir miklum þrýstingi um að leggja fram B áætlun um Brexit.

Í yfirlýsingu sem May sendi frá sér í gærkvöldi hvatti hún þingmenn til að „lesa samninginn aftur“ og játaði að hann væri ekki fullkominn, heldur málamiðlun. Í tilfinningaþrunginni ræðu, sem hún hélt fyrir þingmenn Íhaldsflokksins, hvatti hún þá til að „halda Jeremy Corbyn eins langt frá Downingstræti 10 og hægt er“.

Atkvæðagreiðslan hefst klukkan 19 í dag og má reikna með mikilli spennu í þingsal og víðar. Hún gæti tekið langan tíma því búist er við að ýmsar breytingatillögur og viðaukar við samning May verði lagðar fram. Meðal annars tillaga um að Bretar gangi ekki úr ESB nema útgöngusamningur liggi fyrir og önnur um hvernig á að taka á málum á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Tillögur sem þessar gætu orðið til að ósigur May verði ekki eins stór og ella. Þá binda margir Íhaldsmenn vonir við viðaukatillögu sem Hilary Benn, sem er formaður Brexitnefndar þingmanna, mun væntanlega leggja fram en samkvæmt henni verður ekkert af atkvæðagreiðslu um samning May við ESB en þannig gæti May komist hjá niðurlægjandi ósigri. Tillaga Benn gengur út á að samningur May komi ekki til greina og að Bretar gangi ekki úr ESB nema útgöngusamningur liggi fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump brjálaður og deilir ákalli um að pólitískir andstæðingar hans verði hengdir

Trump brjálaður og deilir ákalli um að pólitískir andstæðingar hans verði hengdir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi