fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Pressan

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. september 2019 07:55

Engparken Risskov. Mynd:Engparken Risskov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignafélagið Engparken Risskov í Árósum í Danmörku á í erfiðleikum með að leigja út íbúðir í splunkunýjum fjölbýlishúsum í Engparken Risskov. Þar eru tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir í boði. Verst gengur að leigja fjögurra herbergja íbúðirnar út. Til að reyna að hressa upp á áhugann ætlar fyrirtækið nú að bjóða væntanlegum leigjendum að búa frítt fyrstu þrjá mánuðina.

Lokalavisen Aarhus skýrir frá þessu. Haft er eftir Betina Dalskov, framkvæmdastjóra félagsins, að með þessu verði ungu fólki, sem á engan sparnað, auðveldað að leigja íbúðirnar. Einnig geti þetta komið sér vel fyrir fólk sem ætlar að selja hús sín.

Íbúðirnar voru tilbúnar í byrjun sumars. Fjögurra herbergja íbúðirnar eru leigðar á 11.000 til 13.700 danskar krónur á mánuði svo það bíða leigjenda talsverð útgjöld þegar ókeypis mánuðirnir taka enda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“