fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

32.000 lítrar af gini enduðu á veginum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. september 2019 22:30

Ginflutningabíllinn. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem una gini ættu kannski ekki að lesa þessa frétt, hún hlýtur að vera átakanleg lesning fyrir þá því í síðustu viku láku 32.000 lítrar af gini niður á M6 hraðbrautina í Englandi. Þetta gerðist eftir að vöruflutningabíll ók aftan á tankbíl, sem var með ginið, þannig að gat kom á tankinn.

Loka þurfti hraðbrautinni á stórum kafla í 11 klukkustundir meðan unnið var að hreinsun. BBC skýrir frá þessu. Hætta var talin á að kviknað gæti í gininu ef bílar ækju yfir það. Því var froðu fyrst sprautað yfir það og síðan var vegurinn hreinsaður og gininu, sem ekki lak úr tankinum, bjargað yfir í annan tankbíl.

Margir bílstjórar sátu fastir í allt að fjórar klukkustundir vegna slyssins. Sumir þeirra drápu tímann með því að skrifa um þetta á Twitter. Bestu færsluna átti kannski Rahcel Sargeant:

„Ég er búin að sitja föst á M6 í tvær klukkustundir um 180 metra frá 32.000 lítrum af gini sem sullaðist niður. Átakanlegt að ég er ekki með sogrör.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað