fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Domino’s hamstrar tómatsósu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 08:01

Mynd úr safni. Mynd:By idealisms - https://commons.wikimedia.org

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 31. október, dagurinn sem Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Breta, hefur lofað að landið muni yfirgefa ESB, nálgast nú óðfluga. Ríkisstjórn Boris Johnson vill nýjan samning um Brexit en ekki er pólitískur meirihluti fyrir þeim samningi sem Theresa May gerði við ESB. Ráðherra sakar Brussel um skort á samvinnu enda er ekkert útlit fyrir að nýr samningur náist við ESB.

Það lítur þó ekki út fyrir að hinn nýju ríkisstjórn takist að ná fram betri samning.

„Ég er mjög vonsvikinn yfir því að það lítur nú út fyrir að ESB neiti að semja við Bretland“, segir ráðherran Michael Gove, sem  hefur fengið að verkefni að undirbúa landið fyrir útgöngu úr ESB án samnings. Hann sagði þetta eftir að bæði ESB og írski forsætisráðherrann Leo Varadkar, hafa sagt að það verði ekki hægt að semja um brexit án hins svokallaða „backstop“.

Backstop-samningurinn er pólitískt öryggisnet, sem á að tryggja að landamærin á milli Norður-Írlands og ESB landsins Írlands haldist opin, ef Bretlandi og ESB tekst ekki að semja um fríverslunarsamning eftir brexit.

Ríkisstjórn Boris Johnson hefur þó neitað að samþykkja samning sem inniheldur þessa óvinsælu ráðstöfun.

Domino’s hamstrar

Verði samningslaust brexit að veruleika, ógildast margir samningar á einu augnabliki, frjálsar ferðir fólks og vöruflæði er þar á meðal. Margir óttast að þetta muni leiða til algjörrar ringulreiðar við breskar hafnir.

Á síðasta ári sýndi rannsókn frá Imperial College í London til dæmis fram á það að á háannatíma geti myndast allt að 43 kílómetra langar raðir ef allir flutningabílar fara í gegnum fjögurra mínútna landamæraeftirlit.

Þessar fréttir hafa orðið til þess að fjölmörg fyrirtæki og einkaaðilar undirbúa sig nú undir algjöra ringulreið á miðnætti þann 31. október.

Meðal þeirra er veitingastaðakeðjan Domino’s, sem hefur, samkvæmt The Guardian, hamstrað hráefni frá löndum innan ESB, þar á meðal tómatsósu sem flutt er inn frá Portúgal, fyrir sem svarar til rúmlega milljarðs íslenskra króna.

Verði af því að Bretland yfirgefi ESB án samnings getur það haft áhrif á hráefnisinnflutning til Bretlands, segir í tilkynningu frá Domino’s. Auk þess hefur gengi pundsins lækkað að undanförnu, og gæti haldið áfram að lækka, sem mun gera innflutning dýrari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað