TV2 fjallaði nýlega um málið og nefndi til sögunnar nokkrar ótrúlegar sögur sem áttu að fá tryggingafélög til að greiða bætur.
Meðal algengra krafna frá tryggingatökum er að þeir hafi pantað ferð fyrir mistök og vilja því fá bætur sem dekka kostnaðinn.
Einn tryggingataki varð fyrir því á ferðalagi erlendis að kona stal farsíma hans. Lögreglan fann símann í buxnastreng konunnar og fékk maðurinn símann aftur. Hann vildi fá bætur og nýjan síma þar sem „samband“ hans við símann hafði beðið hnekki við þetta.
Annar tryggingataki sagði að geitungur hefði gert sér bú inni í kynlífsleikfangi og eyðilagt það.
Sumir reyna að fá bætur vegna þess að þeim þykir of heitt í Suður-Evrópu þegar þeir fara þangað í sólarlandaferðir og öðrum finnst of kalt þar sem þeir dvelja í fríinu.
Einn fékk bætur vegna uppblásinnar kindar sem hann hafði með í útilegu. Þar komust lifandi kindur í snertingu við þá uppblásnu og eyðilögðu hana.
Annar tryggingataki vildi fá bætur vegna þess að mítill beit hann að sögn í getnaðarliminn. Sagðist hann þurfa að fá bætur sem dekkuðu kostnaðinn við kaup á kynlífsleikfangi fyrir konu hans þar sem hann gæti ekki stundað kynlíf um hríð. Maðurinn fékk fjárhagslegan stuðning til að leita læknis vegna bitsins en ekki vegna „hliðarverkana á ástarlífið“.