fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Dæmdur fyrir nauðgun af gáleysi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku sakfelldi Hæstiréttur Svíþjóðar 27 ára gamlan karlmann fyrir naugðun af gáleysi. Niðurstaðan byggist á nýjum lögum sem kveða á um að allir viðkomandi verði að veita samþykki fyrir hvers kyns kynlífi. Maðurinn var sakfelldur fyrir kynferðislegar athafnir sem hann framkvæmdi án þess að konan hafi tekið þátt í þeim af fúsum og frjálsum vilja.

Í tilkynningu frá Hæstarétti kemur fram að maðurinn hafi átt mök við konuna en hafi ekki spurt hana eða beðið viðbragða hennar áður en hann hóf samfarirnar. Þetta er talið vera nauðgun af gáleysi. Á neðri dómsstigum var maðurinn sakfelldur fyrir nauðgun.

Málið snýst um karl og konu sem áttu í samskiptum á samfélagsmiðlum um langa hríð. Þegar maðurinn spurði hvort hann mætti gista hjá konunni sagði hún já en gerði honum ljóst að hún vildi ekki stunda kynlíf með honum.

Þrátt fyrir þetta fór maðurinn að káfa á konunni þegar hann gisti hjá henni og hafði síðan samfarir við hana. Konan sagðist hafa lamast þegar maðurinn snerti hana en viðbragðsleysi hennar leiddi ekki til þess að maðurinn gengi úr skugga um að hún vildi stunda kynlíf með honum.

Hæstiréttur taldi sannað að maðurinn hafi gengið gegn vilja konunnar af ásetningi. Hann var dæmdur í tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi en inni í þeirri refsingu eru fleiri brot. Fyrir nauðgunina eina og sér fékk hann átta mánaða dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta