fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Facebook sektað um fimm milljarða dala

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 13. júlí 2019 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórfyrirtækið Facebook neyðist til þess að greiða fimm milljarða dala sekt, eða rúmlega 630 milljarða íslenskra króna, en um er að ræða hæstu sekt sem Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (e. FTC) hefur lagt á fyrirtæki.

Fjöldi erlendra fjölmiðla hafa greint frá þessari niðurstöðu en hún kemur í ljósi leka á persónuupplýsingum. Á síðasta ári mætti frumkvöðullinn Mark Zuckerberg fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings og svaraði fyrir aðgerðir fyrirtækisins. Þá hafði miðillinn deilt upplýsingum 87 milljóna notenda með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica eftir að í ljós kom að ráðgjafafyrirtækið Cambridge Analytica nýtti sér gögn frá Facebook til að stunda hnitmiðaðan áróður fyrir Donald Trump, sem réð fyrirtækið í kosningabaráttunni. Heimsbyggðin fylgdist vel með fundinum en Mark endurtók afsökunarbeiðni sína vegna málsins og lofar endurbótum á kerfi Facebook.

Í fyrrasumar lagði síðan fjárfestingasjóðurinn Trillium Asset Management fram tillögu um að reka Mark Zuckerberg úr stjórnarformannsstólnum stuttu áður en svört ársfjórðungsskýrsla og svartsýni fjármálastjórans ollu fimmtungslækkun hlutabréfa í félaginu. Í þeirri tillögu segir meðal annars að „framkvæmdastjóri sem einnig gegnir hlutverki stjórnarformanns hafi óhóflega mikið vald yfir stjórninni, og veiki þar með aðhaldshlutverk hennar,“ og felur þess í stað í sér að skipaður verði óháður stjórnarformaður.

Facebook var í október á síðasta ári sektað um 500 þúsund pund af persónuverndarstofnun Bretlands. Tillaga Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna mun nú fara til dómsmálaráðherra Bandaríkjanna sem taka mun afstöðu til samþykktar hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin