fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Fyrsta sönnunin um ofbeldi – Réttarmeinafræðingar hafa upplýst 33.000 ára gamla morðgátu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 21:00

Hin 33.000 ára gamla hauskúpa. Mynd:© Kranoti et al 2019

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glæpasögur slá stundum í gegn og eiga sér marga aðdáendur. Oft gerast þær í samtímanum eða ekki svo fjarri honum. En 33.000 ára gömul morðgáta er svona í eldri kantinum. En slíka morðgátu hafa réttarmeinafræðingar nýlega leyst að hluta. Þeir hafa sýnt fram á að um morð var að ræða. En líklegast verður aldrei hægt að komast að hver myrti viðkomandi þar sem málið er orðið ansi gamalt.

Árið 1941 fannst eldgömul hauskúpa í helli í Rúmeníu. Ný rannsókn á henni hefur leitt í ljós að viðkomandi var myrtur. Hauskúpan, sem nefnist Cioclovina hauskúpan, er fræg meðal fræðimanna því ekki eru til margar hauskúpur eldri en 30.000 ára. Tvær sprungur eru í hauskúpunni og hafa vísindamenn lengi velt fyrir sér hvað hafi valdið þeim.

Nú telja vísindamenn sig hafa fundið út úr hvað kom fyrir. Með því að taka sneiðmyndir og nota þrívíddarmódel var hægt að rannsaka höfuðkúpan á algjörlega nýjan hátt. Niðurstaðan er að sprungurnar séu af eftir högg með hörðum hlut. Það virðist því sem viðkomandi hafi verið myrtur.

Í grein í New Scientist segir einn höfunda rannsóknarinnar að líklegast hafi fórnarlambið staðið augliti til auglitis við árásarmanninn þegar fyrra höggið reið af. Þegar síðara höggið reið af hafi fórnarlambið legið á jörðinni eða verið á hnjánum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin