fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Bernie Sanders segist ætla að fella niður öll námslán Bandaríkjamanna – Um 1,6 billjónir Bandaríkjadala

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. júní 2019 07:01

Mörgum Bandaríkjamönnum þykir Bernie Sanders ansi róttækur og vinstrisinnaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bernie Sanders, sem býður sig fram til að verða forsetaframbjóðandi Demókrata, hefur svipt hulunni af áætlunum sínum til að fella niður öll námslán Bandaríkjamanna, sem muni losa um 45 milljónir undan skuldum sem myndi taka fleiri áratugi að greiða upp. Heildarskuldir þeirra nema um 1,6 billjónum (e. trillion) Bandaríkjadala.

Sanders, sem er öldungardeildarþingmaður fyrir Vermont sér fyrir sér að upphæðin verðir greidd upp með nýjum skatti á viðskipti á Wall Street.

Hann sagði blaðamönnum á mánudag að hann telji að það að geta aflað sér menntunar eigi að verða mannréttindi.

Tuttugu frambjóðendur Demókrata munu eigast við í tvennum kappræðum í Flórída í þessari viku.  Sanders er í augnablikinu rétt á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, í kapphlaupinu til að verða næsti forsetaframbjóðandi.

Demókratar velja næsta sumar þann frambjóðanda sem mun keppa við Donald Trump, frambjóðanda Rebúblikana, í kosningunm í nóvember 2020.

Þingkonurnar Pramila Jayapal og Ilhan Omar styðja tillöguna.

Tillagan, sem er ein metnaðafyllsta námslána tillagan sem fram hefur komið til þessa, á ekki mikla möguleika á að verða samþykkt í öldungadeildinni á meðan Rebúblikanar ráða þar ríkjum.

Sanders segir að bandaríska þjóðin hafi bjargað Wall Street og það sé komið tími til að Wall Street komi bandarísku millistéttinni til bjargar.

„Þessi tillaga mun fella niður allar skuldir námsmanna í landinu og koma þar með í veg fyrir að heil kynslóð, þúsaldarkynslóðin, sé læst í skuldafangelsi ævilangt, fyrir að gera hið rétta, að leita sér frekari menntunar.“

Samkvæmt tillögunni verður lagður 0,5% skattur á hlutabréf og 0,1% á skuldabréf, og segir Sanders að þessir skattar muni greiða upp kostnaðinn vegna tillögunnar, en hann er um 2.2 trilljónr dollara, á næsta áratug.

Þegar hann bauð sig fram árið 2016, lagði Sanders fram tillögu um að fella niður skólagjöld, en þessi nýja tillaga gengur enn lengra.

Nýjasta tillaga hans, sem er hluti af hugmyndum hans um háskóla fyrir alla, er metnaðarfyllri en áætlun keppinautar hans, Elizabeth Warren, en samkvæmt áæltun hennar verður lækkun námslána tekjutengd, þeir sem eru með lægstu launin fá mest fellt niður og þeir sem eru mjög tekjuháir, eða með yfir 250.000 dollara í tekjur á ári fá ekkert fellt niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 6 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta