fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Hlýnun sjávar getur drepið sjötta hluta allra sjávarlífvera

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. júní 2019 19:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimshöfin munu líklega tapa um einum sjötta hluta allra lífvera sinna fyrir lok aldarinnar ef loftslagsbreytingarnar halda áfram með óbreyttum hraða. Fyrir hverja gráðu, sem heimshöfin hitna um, er talið að heildarfjöldi sjávarlífvera minnki um 5%.

Þetta eru niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna. Rannsóknin var unnin með aðstoð tölvulíkans. Inni í fyrrnefndum tölum er ekki gert ráð fyrir þeim áhrifum sem fiskveiðar okkar mannanna hafa.

Ef losun gróðurhúsalofttegunda heldur áfram á núverandi hraða munu heimshöfin missa 17% af lífmassa sínum fyrir aldamót eftir því sem segir í rannsókninni. Hún var birt í síðustu viku í the Proceedings of the National Acadeym of Sciences. Fram kemur að ef hægt verður að draga úr losun koltvíildis út í andrúmsloftið sé hægt að takmarka tap lífmassans við um 5%.

Auk þess að hlýna af völdum hnattrænnar hlýnunnar þá eykst sýrustig sjávar og súrefnisinnihaldið minnkar.

Það eru stærstu sjávardýrin sem fara verst út úr þessari hlýnun en lífverur á borð við svif og bakteríur munu ekki fara eins illa út úr hlýnuninni.

Það er að sjálfsögðu mjög alvarlegt ef lífríki sjávar er ógnað enda treysta margir á höfin um mat eða lífsviðurværi sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri