fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Tók upp hljóðin þegar hún dó – Það varð morðingjanum að falli

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. júní 2019 21:00

Bradley S. Jenkins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins einni og hálfri viku eftir að Allissa L. Martin og Bradley S. Jenkins gengu í hjónaband í Las Vegas hrapaði Allissa niður af sjöundu hæð og lést samstundis. Örvinlaður eiginmaðurinn hringdi í lögregluna og sagði að Allissa hefði hrapað fram af bílastæðahúsi við Busch leikvanginn í St. Louis þar sem þau höfðu verið að horfa á hafnaboltaleik.

Lögreglan brást skjótt við og kom fljótt á staðinn. Þá lá Allissa látin á jörðinni. Samkvæmt frétt Washington Post byrjuðu hjónin að rífast á meðan leikurinn stóð yfir.

Þegar lögreglan kom á vettvang var Bradley þar og var hann drukkinn og æstur. Þegar lögreglumenn leituðu í bílastæðahúsinu fundu þeir síma Allissa og var upptaka í gangi á honum.

Bradley sagðist ekki hafa verið á staðnum þegar Allissa hrapaði og þvertekur hann fyrir að deilur þeirra hafi þróast yfir í ofbeldi. En hljóðupptakan á síma Allissa segir aðra sögu.

Í deilum þeirra og átökum virðist Allissa hafa ýtt á upptökuhnappinn á símanum. Því næst sneri hún myndavélinni að Bradley og öskraði á hann að hann ætti að hætta að lemja hana í andlitið. Skyndilega datt síminn síðan niður á jörðina. Skömmu síðar heyrist öskur þegar hún hrapar niður. Síðan heyrist þegar líkami hennar lendir á jörðinni segir í skýrslu lögreglunnar.

Þetta varð Bradley að falli og hann var handtekinn. Nú er beðið eftir niðurstöðu krufningar en í framhaldi af henni verður tekin ákvörðun um hvort hann verði ákærður fyrir morð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað