fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Pressan

Hélt að hún væri með illkynja heilaæxli – Læknarnir fögnuðu þegar þeir fundu eitthvað allt annað í höfði hennar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. júní 2019 06:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar á síðasta ári byrjaði Rachel Palma, sem býr í New York, að glíma við svefnleysi, miklar martraðir og ofskynjanir. Auk þess átti hún erfitt með að koma fyrir sig orði og reyndi margoft að hringja í látna ættingja.

Í bandaríska sjónvarpsþættinum Today sagði hún að þetta hafi sífellt ágerst og ástandið farið síversnandi. Suma daga hafi hún ekki einu sinni vitað hvar hún var. Læknar rannsökuðu hana ítrekað en fundu ekki út hvað var að henni fyrr en eftir að hún var send í sneiðmyndatöku á heila. Þá sáu þeir bólgu í heila þessarar 42 ára konu. Rachel var sagt að hugsanlega væri hún með illkynja heilaæxli.

„Okkur hjónunum brá mikið og vildum bara að þetta yrði fjarlægt. Ég leyfði mér aldrei að hugsa að þetta væri krabbamein.“

Sagði hún í samtali við ABC.

Þegar Raj Shrivastava og Jonathan Rasouli, taugaskurðlæknar á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York, skáru Rachel upp í september fögnuðu þeir mikið þegar þeir sáu hvað var í heila hennar. Heilaæxli eru oft mjúk og dreifast um heilann en það sem þeir fundu í heila Rachel var nokkuð hart og fast. Þegar þeir opnuðu þetta sáu þeir að þetta var bandormur og því var útlitið ekki eins dökkt fyrir Rachel.

„Hún var með sníkjudýr í höfðinu og það gátum við fjarlægt svo við vorum mjög ánægðir. Þetta er ein af þessum sjaldgæfu aðstæðum þar sem maður sér sníkjudýr og hugsar: „Vá, þetta er frábært!““

Er haft eftir læknunum.

Ekki er vitað hvernig bandormurinn barst í Rachel en bandormar af þeirri tegund sem var í heila hennar eru sjaldgæfir í Bandaríkjunum og Rachel hefur aldrei ferðast út fyrir Bandaríkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum