fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Rennibrautin átti að vera hin fullkomna samgöngubót en var það aldeilis ekki – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 13. maí 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjaryfirvöld í Estepona, litlum strandbæ í Costa del Sol, hafa ákveðið að loka rennibraut sem átti að aðstoða gesti og gangandi við að komast hratt á milli tveggja gatna í bænum.

Rennibrautin sem um ræðir er 38 metrar og lýstu bæjaryfirvöld því yfir með stolti að rennibrautin væri sú lengsta sinnar tegundar á Spáni. Tilkoma hennar átti að spara vegfarendum tíu mínútna gang.

Aðeins einum degi eftir að rennibrautin opnaði ákváðu yfirvöld þó að loka henni aftur, enda höfðu fjölmargir meitt sig við að renna sér niður. Eins og meðfylgjandi myndband ber með sér skilaði rennibrautin ágætlega því hlutverki sínu að koma fólki hratt niður.

Nokkur myndbönd hafa birst á samfélagsmiðlum af fólki að renna sér niður. Sumir fengu sár á handleggi á meðan aðrir kvörtuðu undan annars konar verkjum.

Bæjaryfirvöld munu nú fara yfir hverju þarf að bæta úr áður en rennibrautin verður tekin í notkun aftur. Bærinn sagði þó í yfirlýsingu að sumir þeirra sem meiddu sig hafi ekki farið eftir leiðbeiningum um örugga notkun rennibrautarinnar. Stór meirihluta þeirra sem renndi sér niður hafi komist niður á öruggan hátt og án þess að meiða sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?