fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Ofurlaun hjá Disney: Stjórnarformaðurinn fékk 80 prósenta launahækkun

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bob Iger, stjórnarformaður Disney, fékk 80 prósenta launahækkun á síðasta ári. Laun hans það ár voru hvorki meira né minna en 65,6 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpir átta milljarðar króna.

Ekki eru allir á eitt sáttir við þetta gríðarlega launaskrið en í hópi þeirra er Abigail Disney. Abigail er barnabarn Roy Disney sem ásamt bróður sínum, Walt, stofnaði þetta sögufræga fyrirtæki árið 1923.

Abigail, sem hefur meðal annars starfað í kvikmyndaiðnaðinum, hefur lengi látið sig réttindi starfsfólks varða og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Hún segist þekkja dæmi um starfsfólk Disney-skemmtigarðsins í Kaliforníu sem hafi þurft að þola ákveðnar skerðingar að undanförnu. Þarna starfi einstaklingar sem eiga erfitt með að ná endum saman.

Abigail benti á það í samtali við bandaríska fjölmiðla á dögunum að bónusgreiðslur sem æðstu stjórnendur Disney fengu á síðasta ári hefðu getað dugað til að hækka laun hins almenna starfsmanns um 15 prósent.

Walt Disney-fyrirtækið brást við þessari gagnrýni Abigail með yfirlýsingu þar sem fram kom að byrjunarlaun starfsmanna Disney séu fimmtán Bandaríkjadalir á tímann, eða 1.812 krónur. Það sé meira en lög um lágmarkslaun kveða á um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin