fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Grínisti lést á sviði – Allir héldu að um grín væri að ræða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 05:59

Ian Cognito.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfendur hlógu og skemmtu sér í margar mínútur á sýningu grínistans Ian Cognito í Bicester á Englandi í síðustu viku. Hann hafði sest á stól og hreyfði sig ekki í fimm mínútur. Allir töldu þetta hluta af atriði hans en svo var nú ekki. Hann var einfaldlega dáinn.

Fyrr í sýningunni hafði hann meira að segja grínast með eigin dauða.

„Hugsið ykkur ef ég myndi deyja hér á sviðinu fyrir framan ykkur.“

Af þeim sökum töldu áhorfendur að um hluta af sýningunni væri að ræða þegar hann settist og hreyfðist ekki meira.

BBC skýrir frá þessu.

Það liðu um fimm mínútur þar til áhorfendur áttuðu sig á að ekki var allt með felldu. Andrew Bird, sem stóð á bak við sýninguna, var fyrstur til að fara upp á sviðið en hann hélt lengi vel að hér væri um hluta atriðisins að ræða.

Tveir hjúkrunarfræðingar og lögreglumaður, sem voru á sýningunni, reyndu endurlífgun á Cognito en án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna