fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Ránið á Anne-Elisabeth – „Við teljum enn að við getum leyst málið“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. apríl 2019 07:56

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Anne-Elisabeth Hagen, 69 ára, eiginkonu norska milljarðamæringsins Tom Hagen var rænt af heimili þeirra hjóna í Lørenskog, sem er í útjaðri Osló, í lok október hefur lögreglan unnið hörðum höndum að rannsókn málsins. Hún telur enn að hægt verði að leysa málið.

VG skýrir frá þessu. Haft er eftir talsmanni lögreglunnar að enn séu vísbendingar í málinu sem hægt er að vinna eftir og fylgja. Tommy Brøske, yfirlögregluþjónn, sem stýrir rannsókninni sagði að lögreglan stefni á að upplýsa málið. Rannsóknin sé í fullum gangi og langt frá því að vera lokið. Mörgu sé enn ólokið í rannsókninni og lögreglan haldi fast í það markmið sitt og hugsanir um að hægt sé að upplýsa málið. Það veldur lögreglunni þó miklum áhyggjum að nú hefur ekki heyrst frá mannræningjunum um langa hríð og þeir hafa aldrei fært neinar sönnur á að Anne-Elisabeth sé á lífi.

„Við teljum enn að við getum leyst málið.“

Sagði Brøske og bætti við að niðurstöður liggi nú fyrir í mörgum tæknilegum rannsóknum sem voru gerðar á heimili Hagen-hjónanna eftir ránið en hann vildi ekki skýra nánar frá þeim að sinni.

Enn er verið að rannsaka bréfin sem voru skilin eftir á heimilinu með kröfu um lausnargjald.

Málið hefur vakið mikla athygli og fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum víða um heim. Lögreglan hefur lagt mikla vinnu í rannsókn þess en hefur ekki miðað mikið áfram og virðist ekki vera nær því að upplýsa málið nú en í upphafi.

Mannræningjarnir kröfðust lausnargjalds upp á 9 milljónir evra fyrir að láta Anne-Elisabeth lausa og átti að greiða það í rafmynt. Nú hefur ekki heyrst frá mannræningjunum í rúmlega tvo mánuði og hefur lögreglan áhyggjur af að Anne-Elisabeth sé ekki lengur á lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri