fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 20. mars 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vopnaður maður sem hugðist ræna konu sem var að taka út peninga í hraðbanka á dögunum sýndi skömmu síðar að hann er ekki sálarlaus með öllu, ef svo má að orði komast.

Atvikið átti sér stað í borginni Heyuan í Kína þann 16. febrúar síðastliðinn. Ránið, eða ránstilraunin, náðist á eftirlitsmyndavélar en á upptökum má sjá þegar maðurinn kemur aftan að konunni þegar hún er að taka út peninga.

Konan hafði tekið út upphæð sem nam um 40 þúsund krónum. Maðurinn otaði hníf að konunni og bað hana að rétta sér peninginn – sem hún gerði. Því næst bað hann um að sjá kvittun konunnar en á henni sást hversu mikið var eftir á reikningnum.

Ræninginn sá að konan hafði tæmt bankareikning sinn og við það virðist einhver mannleg hlið hafa komið upp í ræningjanum. Hann lét konuna hafa peningana, glotti og gekk svo burt.

Maðurinn var þó handtekinn af lögreglu skömmu síðar fyrir tilraun til ráns. Hann á ákæru yfir höfði sér og þarf að líkindum að dúsa í fangelsi vegna málsins. Manninum hefur þó verið hrósað af netverjum í Kína enda hefði hann auðveldlega getað gengið á brott með fulla vasa fjár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra