fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Saga fékk undarlega blómasendingu á Valentínusardaginn – Sendandinn vildi fá munngælur í staðinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 05:59

Blómvöndurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Valentínusardaginn fékk Saga, 19 ára, blómasendingu heim að dyrum. Þetta er auðvitað dagur elskenda og því ekki óalgengt að blóm séu send. Þegar Saga kom heim um kvöldið stóð stór blómvöndur við útidyrnar hennar.

„Ég opnaði og sá þá tvo stóra blómvendi. Þetta voru túlipanar og fleiri blómategundir. Mjög fín, rauð og bleik blóm.“

Sagði hún í samtali við Aftonbladet en hún býr í Svíþjóð. En gleðin rann fljótt af henni því sendandinn reyndist hafa eitthvað allt annað í huga en að sýna henni kærleika.

Á öðrum blómvendinum var kort sem á stóð: „Hvenær ætlar þú að totta mig?“

Kortið sem fylgdi með blómvendinum.

Ekkert kom fram um hver sendi blómin.

Saga segir að henni hafi í fyrstu dottið í huga að einhver væri að grínast því hún er einhleyp. Hún spurði vini sína en enginn þeirra kannast við að hafa sent henni blóm.

Á heimasíðu blómaverslunarinnar sá hún að blóm, eins og hún fékk, kosta 375 sænskar krónur og í heildina hefur þetta kostað sendandann 750 krónur með sendingarkostnaði. Hjá blómaversluninni fengust þau svör að ekki væri hægt að gefa upp nafn sendandans því það myndi stríða gegn persónuverndarreglum.

„Það er einhver sem veit hver ég er sem sendi mér þessi blóm. Ég hef ekki hugmynd um hver það er. Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hver gerði þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?