fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Servíetta á íþróttaleik leiddi til handtöku: Eigandinn grunaður um morð fyrir 26 árum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 18. febrúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Minnesota í Bandaríkjunum segir að servíetta sem skilin var eftir á hokkíleik fyrir skemmstu hafi leitt til handtöku hins 52 ára gamla Jerry Westrom.

Jerry þessi er grunaður um morð árið 1993 en DNA-erfðaefni sem hann skildi eftir á servíettunni kom heim og saman við DNA-erfðaefni sem fannst á vettvangi morðsins. Frá þessu er greint í frétt Pioneer Press.

Það var í júní 1993 sem Jeanne Ann Childs var myrt, en Jeanne starfaði sem vændiskona í Minneapolis. Þrátt fyrir mikla og ítarlega rannsókn lögreglu á þeim tíma tókst lögreglu ekki að hafa hendur í hári árásarmannsins.

Deild innan lögreglu sem fæst við óupplýst sakamál tók málið til skoðunar að nýju ekki alls fyrir löngu og vaknaði grunur hjá lögreglu um aðild Jerry að málinu. Lögreglumenn höfðu fylgt Jerry eftir í nokkurn tíma í þeirri von að fá DNA-sýni frá honum.

Það tókst á umræddum hokkíleik þegar hann sást borða pylsu á áhorfendapöllunum. Hann notaði servíettu til að þurrka sér um munninn áður en hann henti servíettunni í ruslið. Lögreglumenn voru fljótir að ná þurrkunni upp úr ruslinu og sendu þeir hana í DNA-greiningu. Erfðaefnið á þurrkunni kom heim og saman við erfðaefnið sem fannst á vettvangi morðsins.

Jerry hefur nú verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu. Einhver kynni að halda að þessi aðferð lögreglu, að ná í erfðaefni úr Jerry úr ruslinu, sé umdeild og jafnvel ólögleg en Hæstiréttur Bandaríkjanna er ekki þeirrar skoðunar. Hefur dómstóllinn úrskurðað að þessi aðferð sé lögmæt og hefur henni verið beitt oft áður.

Lík Jeanne Ann fannst í sturtunni á heimili hennar og hafði hún verið stungin nokkrum sinnum. Jerry, sem er kvæntur tveggja barna faðir, hefur neitað aðild að málinu en ekki getað útskýrt hvers vegna DNA-erfðaefni hans fannst á vettvangi morðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta