Sasha Pugsley lenti í skelfilegu slysi níu ára gömul þegar bensíntankur sprakk. Hún brann illa í slysinu og hefur þurft að undirgangast margar aðgerðir vegna þess. Í dag er hún ánægð í eigin líkama og tekur þátt í verkefninu Bak við örin þar sem hún deilir mynd af örunum hennar og sögu sinni.
Sasha Pugsley eyddi þremur mánuðum í dái og tveimur árum á sjúkrahúsi eftir að bensíntankur sprakk þar sem hún var að leik aðeins níu ára gömul. Í kjölfarið hefur hún farið í mikinn fjölda aðgerða, meðal annars til að endurbyggja handarkrika hennar því hitinn frá eldinum ollu því að húðin hennar bráðnaði og hendurnar urðu fastar við síður hennar. Í umfjöllun DailyMail segir Sasha:
„Hendurnar mínar brunnu líka inni að beini – ég vaknaði í einni af aðgerðunum og sá þetta allt. Það var skelfilegt.“
Þegar sár hennar höfðu gróið batnaði þó lítið hjá Söshu.
„Sextán ára gamalli var mér sagt að ég myndi ekki fá brjóst eins og hinar stelpurnar í kring um mig því ég hafði brennst svo illa á brjóstkassanum.“
Vegna þessa fór Sasha þrisvar sinnum í fitusog þar sem fita af baki hennar var fjarlægð og nýtt til að reyna að byggja upp brjóst.
Þegar Sasha varð eldri ákvað hún loks að hætta öllum aðgerðum og hefur síðan þá lært að elska líkama sinn eins og hann er.
Í dag er Sasha orðin móðir og vill hún vera syni sínum gott fordæmi.
„Hann er svo dásamleg manneskja og er með hjarta úr gulli. Ég vil virkilega vera honum góð fyrirmynd. “
Sasha opinberaði örin í tengslum við samfélagsmiðlaverkefni sem kallast Bak við örin sem er á vegum ljósmyndarans Sophie Mayanne og hófst í apríl 2017.
Sophie hefur tekið fleiri en 300 myndir af örum og sögum og vonast til að stuðla að jákvæðri líkamsmynd manna, kvenna og barna allstaðar í heiminum.
„Þetta hófst sem lítil rannsókn á örum en hefur núna vaxið yfir í valdeflandi verkefni um jákvæða líkamsmynd.“
Sophie hefur nú hafið fjáröflun til að geta haldið verkefninu áfram.
Við færslu verkefnisins um Söshu á Instagram segir meðal annars:
„Þau einföldu mistök, að vera á röngum stað á röngum tíma, leiddu til þess að lífið mitt breyttist að eilífu þegar bensíntankur sprakk. Eftir ríflega sextíu aðgerðir til að endurbyggja líkama minn er ég hér í dag. Sem kona á þrítugsaldri í samfélagi sem er gagntekið af útliti hef ég fengið vettvang til að öskra að gallar eru líka fallegir. Örin mín segja söguna mína af erfiðleikum og sorg sem hafa skapað þá fallegu konu sem ég er í dag. Örin mín bera vitni um að ég lifði af.“
https://www.instagram.com/p/BrV6MyPl6zJ/