fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Barátta Frakka við hryðjuverk á sér langa sögu – Allt frá Sjakalanum til Íslamska ríkisins

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. desember 2018 11:30

Franskir hermenn við Eiffelturninn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2015 hafa rúmlega 20 hryðjuverkaárásir verið gerðar í Frakklandi. Árásin á ádeilutímaritið Charlie Hebdo, árásin á Bataclan tónleikahöllin og flutningabílsárásin í Nice á Bastilludaginn eru mörgum eflaust í fersku minni en um 200 manns létust í þessum ódæðisverkum. Þá má ekki gleyma hryðjuverkinu í Strasbourg nú í vikunni þar sem þrír voru myrtir á jólamarkaði og á annan tug særðist. Saga hryðjuverka og barátta Frakka gegn þeim á sér langa sögu og eflaust er löng barátta framundan.

Þegar litið er aftur í tímann má nefna hryðjuverk hægrimanna á sjöunda áratugnum en þeim var ætlað að koma í veg fyrir að Frakkar létu Alsír af hendi sem nýlendu. Meðal annars sprengdu hægrimenn sprengju í lest í norðurhluta Frakklands 1961 og varð hún 28 að bana.

Á áttunda og níunda áratugnum voru margar hryðjuverkaárásir gerðar í Frakklandi og komu hryðjuverkasamtökin Svartur september þar stundum við sögu sem og „Sjakalinn Carlos“. Á tíunda áratugnum voru það síðan hópar frá Alsír sem stóðu á bak við margar árásir.

Margir mismunandir hópar, sem hafa ýmis baráttumál í hávegum, hafa staðið að baki þessum árásum en oft eiga baráttumálin það sameiginlegt að tengjast alþjóðlegum deilum. Af þessum sökum hafa Frakkar rekið harða stefnu hvað varðar eftirlit og refsingar í hryðjuverkamálum en hafa lagt minni áherslu á forvarnarstarf.

Þessi aðferðafræði gaf góða raun þar til 2012 þegar ný bylgja hryðjuverka skall á landinu en hún hófst með þremur árásum Mohammed Merah á tæpum tveimur vikum í suðurhluta landsins. Síðan þá hafa rúmlega 20 hryðjuverkaárásir verið gerðar í landinu.

Eflaust liggja margvíslegar ástæður að baki því hversu oft Frakkland er skotspónn hryðjuverkamanna og hafa sérfræðingar meðal annars nefnt til sögunnar hversu virka utanríkisstefnu Frakkar reka. Þeir hafa tekið þátt í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum á borð við Íslamska ríkið í Sýrlandi og Írak. Einnig hafa samfélagsleg vandamál innanlands verið nefnd til sögunnar en margir, oft á tíðum innflytjendur eða afkomendur þeirra, telja sig standa utan samfélagsins því þeir eiga erfitt með að fóta sig í samfélaginu, fá vinnu og lifa eðlilegu lífi. Þetta getur ýtt þeim, oft eru þetta ungir karlar úr úthverfum stórborganna, út í afbrot og síðan áfram í hendur hryðjuverkasamtaka sem vilja gjarnan nýta sér krafta þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks