fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Pressan

Internetnotkun okkar mengar svipað mikið og flugumferð – Efnisveitur drekka í sig rafmagn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 08:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Internetnotkun fólks og þá sérstaklega notkun á efnisveitum á borð við Netflix á stóran hlut að máli varðandi koltvíildislosun út í andrúmsloftið. Losunin er á við losun flugvéla sem hafa lengi verið taldar til stærstu syndaranna í þessum efnum.

Þetta kemur fram í umfjöllun Politiken en úttekt var gerð á þessu fyrir blaðið af DTU, Árósaháskóla og Dansk Energi.

Ástæðan fyrir þessari miklu losun er orkunotkunin sem þarf að mæta til að horfa á efnisveitur og gildir þá einu hvort horft er í síma, spjaldtölvu, tölvu eða snjallsjónvarpi. Það að streyma efni í HD í eina klukkustund á Netflix krefst jafn mikillar orku og þarf til að sjóða átta lítra af vatni í hraðsuðukatli. Þetta þýðir að tveggja klukkustunda Netflixáhorf á dag alla daga ársins svarar til 384 km flugferðar, að borða sex kíló af nautakjöti eða aka rétt tæplega 1.000 km í nýjum bíl.

Um 10 prósent af rafmagnsnotkun heimsins eru vegna internetnotkunar og losunin á koltvíldi vegna þessa er um tvö prósent af heildarlosuninni. Það er álíka mikil losun og vegna flugumferðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“
Pressan
Fyrir 6 dögum

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu
Pressan
Fyrir 1 viku

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914