fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Breski varnarmálaráðherrann er með áætlun tilbúna ef ekki nást samningar um Brexit

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski herinn býr sig nú undir útgöngu Breta úr ESB í mars á næsta ári ef samningar nást ekki á milli Bretlands og ESB. Tobias Ellwood, varnarmálaráðherra, segir að herinn vinni nú hörðum höndum að undirbúningi áætlana um hvernig á að bregðast við ef samningar nást ekki.

Ellwood segist vilja að herinn sé undir allt búinn þegar að útgöngunni kemur, hvort sem samningar nást eða ekki. Þetta sagði hann í sjónvarpsþættinum Ridge on Sunday. Hann sagði að viðbragðsáætlanir verði gerðar og rætt verði innan hersins hvernig hann styðji best við Bretland þegar að útgöngunni kemur. Um praktískan stuðning verði að ræða.

Ýmsar sögur hafa verið í gangi um hlutverk hersins við útgönguna. The Sunday Times hefur til dæmis sagt að herinn muni vinna með borgaralegum yfirvöldum við dreifingu lyfja og matvæla á svæðum sem erfitt er að ná til þar sem reiknað sé með að vöruflutningar fari úr skorðum þegar Brexit tekur gildi.

Þessu hefur talsmaður forsætisráðherrans, Theresa May, vísað á bug og sagt að engar áætlanir hafi verið gerðar um að nota herinn ef samningar nást ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin