fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Einum merkilegasta fornminjafundi sögunnar í Noregi haldið leyndum í níu ár – Ástæðan er ótrúleg

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. október 2018 17:10

Þetta málverk er mörg þúsund ára gamalt. Mynd:OPPLAND FYLKESKOMMUNE

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Tore Thallaug var í kanóferð 2009 með börnum sínum fann hann mörg þúsund ára gömul málverk á steinvegg við Espedalsvannet í Oppland. Ekki var skýrt frá þessum merkilega fornminjafundi fyrr en í síðustu viku en ástæðan fyrir því er alveg ótrúleg.

„Við sigldum meðfram fjallshamri og sáum þá nokkrar rauðar línur sem höfðu runnið niður hamarinn. Sumar þeirra virtust liggja í vitlausa átt svo ég tók nokkrar myndir.“

Sagði Thallaug nýlega í samtali við Norska ríkisútvarpið. Fjölskyldan hélt síðan för sinni áfram og kom að lokum heim. En þá hafði Thallaug alveg gleymt rauðu línunum á fjallshamrinum.

Það var síðan nýlega að hann var að skoða myndir úr ferðinni að hann rak augun í myndirnar sem hann tók af rauðu línunum. Hann sendi myndirnar þá til fornleifafræðinga til að fá svar við hvað þetta væri.

Fornleifafræðingarnir ráku upp stór augu og fóru strax á staðinn til að skoða þetta betur. Niðurstaða þeirra er að þarna er um ekta hellamálverk að ræða. Málverkin sýna manneskju, fimm elgi og björn og voru líklegast máluð fyrir 4.000 til 6.000 árum.

„Þetta er nánast eins og að fá bréf frá steinöld. Hér kemst maður í snertingu við hlutina sem þeir hugsuðu um, andlega og trúarlega.“

Hefur Norska ríkisútvarpið eftir Mildrid Eide fornleifafræðingi.

Málningin er gerð úr leir sem var þurrkaður, mulinn og síðan hefur blóði eða dýrafitu verið blandað saman við hann. Hún er greinilega endingargóð en 4.000 til 6.000 ára ending er ekki slæm.

Áður var vitað um 20 hellamálverk í Noregi en þau eru öll á svæðum nærri sjó en þetta málverk er langt inn til landsins. Þetta er því mikil fengur fyrir söguna. Jan Magne Gjerde, hjá UiT háskólanu, segir að þetta sé einstakur fundur, svo mikilvægur sé hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 6 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta