fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Fangi á dauðadeild biður um rafmagnsstólinn

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 9. október 2018 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edmund Zagorski, fangi á dauðadeild í Tennessee, hefur farið þess á leit að hann verði tekinn af lífi í rafmagnsstól en ekki með banvænni sprautu eins og stendur til.

Zagorski situr á dauðadeild vegna tveggja morða árið 1983 og verður hann tekinn af lífi á fimmtudag. Umræða um þau lyf sem notuð eru til að framfylgja dauðarefsingum hefur verið fyrirferðamikil að undanförnu. Vilja sumir sérfræðingar meina að lyfin sem notuð eru valdi föngum gríðarlegum kvölum sem líkja megi við pyntingar. Hefur verið bent á að þessi aðferð brjóti í bága gegn áttundu grein bandarísku stjórnarskrárinnar sem leggur bann við óvenjulegum og grimmilegum refsingum.

Á þessum forsendum fór Zagorski fram á að fá frekar rafmagnsstólinn. Fangar, sem hafa verið á dauðadeild í Tennessee, síðan fyrir árið 1999 geta valið um að deyja með banvænum lyfjakokteil eða í rafmagnsstólnum. Lögmaður Zagorski segir að skjólstæðingur sinn vilji frekar seinni kostinn. Af tveimur slæmum kostum sé hann betri.

„Að kveljast í 10 til 18 mínútur, upplifa eins og maður sé að drukkna, kafna og brenna lifandi er skelfilegt,“ segir lögfræðinguinn, Kelley Henry.

Flest bendir til þess að Zagorski verði líflátinn með rafmagnsstólnum, en það gerðist síðast í Virginíu í Bandaríkjunum árið 2013.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta