fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Íbúar í Dubrovnik eru þreyttir á ferðamönnum – „Þetta er eins og að búa í Disneylandi“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 05:00

Dubrovnik. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinir geysivinsælu sjónvarpsþættir Game of Thrones hafa heldur betur komið króatíska bænum Dubrovnik á landakortið og er bærinn orðinn vinsæll áfangastaður ferðamanna. En heimamenn eru orðnir þreyttir á áganginum og lái þeim hver sem vill. Frá áramótum hafa um 800.000 ferðamenn lagt leið sína til bæjarins en þar búa um 40.000 manns. Reiknað er með að fjöldinn verði kominn í eina milljón fyrir áramót.

Dubrovnik er á heimsminjaskrá UNESCO og er ægifagur bær. Þegar horft er á Game of Thrones fer stór hluti sögunnar fram í bænum Kings Landing en þau atriði voru tekin upp í Dubrovnik. Miðað við áhorfið og vinsældir þáttanna er ekki að furða að bærinn „njóti góðs“ af áhuganum. Þátttaka Króatíu í lokakeppni HM í sumar á einnig sinn þátt í að lokka ferðamenn til bæjarins.

En það er ekki bara dans á rósum að fá svona marga ferðamenn. Þegar verst, eða best, lætur eru um 16.000 ferðamenn í bænum á degi hverjum. Flestir koma með skemmtiferðaskipum. Marc van Bloemen, íbúi í bænum, er ekki alveg sáttur við þetta.

„Það er ekki hægt að skilja þetta. Þetta er eins og að búa í miðju Disneylandi. Það er ringulreið, algjör ringulreið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 6 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta