fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 07:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Mache var aðeins fimm ára veiktist hún og fékk mikinn hita. Hitinn fór í rúmlega 40 gráður og hún fékk krampa. Ástand hennar versnaði enn frekar og hún var flutt á sjúkrahús. Þegar þangað var komið var hún við það að deyja.

Mache, sem nú er fertug, segir að hún hafi farið að finna fyrir meiri þreytu en um leið miklum friði, eins og sársaukinn væri að minnka. Þegar líf hennar var að fjara út sagði hún læknum, sem voru hjá henni ásamt móður hennar, að henni væri farið að líða miklu betur. En hún segir að þá hafi henni fundist hún vera hafin yfir tíma og rúm, eins og hún væri hluti af alheiminum.

Þetta kemur fram í skrifum hennar fyrir Near Death Experience Research Foundation.

„Það kom djúpt bergmál í hljóðin í herberginu. Mig langaði að loka augunum svo ég gerði það. Ég var svo stolt. Ég opnaði augun til að kíkja og sá þá sjálfa mig. Ég var ekki í uppnámi eða hrædd. En ég var örlítið ringluð. Ég vissi að ég var ekki með líkama. Mér leið eins og ég væri hluti af öllu og öllum. Ég flaut bara upp og sá önnur herbergi.“

Segir hún og bætir við:

„Síðar gat ég sagt nákvæmlega frá samtölum sem ég gat ekki hafa vitað um. Ég sveif upp frá sjúkrahúsinu og hélt áfram að hækka flugið. Ég fór að ferðast í gegnum tíma. Ég sá atburði úr stuttu lífi mínu. Ég gat síðar sagt nákvæmlega frá atburðum sem gerðust áður en ég lærði að tala. Þetta voru atburðir sem ég átti ekki að geta munað en ég gerði það og það í smáatriðum. Um leið og ég hækkaði flugið fann ég til friðar. Það voru engar spurningar eða óvissa. Tíminn vafðist um sjálfan sig. Það var engin fortíð, nútíð eða framtíð eins og við þekkjum. Allt gerðist núna og samtímis. Mér fannst ég sameinuð eða hluti af heiminum.“

Segir hún og bætir við:

„Ég vissi allt um alheiminn.“

Því næst byrjaði hana að reka í átt að fallegu ljósi sem hún vildi snerta en síðan fann hún fyrir smá hvelli og var dregin til baka á sjúkrahúsið. Þetta tók örskotsstund að hennar sögn. Þegar hún vaknaði á sjúkrahúsinu sögðu læknar henni að hún hefði andast tæknilega séð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin