fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Sláandi niðurstöður úttektar á nauðgunarmálum í Danmörku – Innflytjendur eða afkomendur þeirra eru gerendur í 10 af 12 málum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. júlí 2018 06:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er hryllilegt. Þetta segir mér að það er eitthvað mikið að í hlutum innflytjendasamfélagsins í Danmörku.“ Þetta sagði Inger Støjberg, ráðherra útlendingamála í dönsku ríkisstjórninni, þegar henni voru kynntar niðurstöður úttektar danska dagblaðsins BT á dómum í nauðgunarmálum þar sem ráðist var á konur með ofbeldi og þeim nauðgað. Blaðamenn fóru í gegnum alla dóma sem hafa fallið í nauðgunarmálum í Danmörku á undanförnum 18 mánuðum. Niðurstöðurnar eru vægast sagt sláandi hvað varðar mál þar sem ráðist var á konur og þeim nauðgað en þær sýna að í 10 af 12 málum voru gerendurnir innflytjendur eða afkomendur innflytjenda.

Úttektin náði til allra dóma í nauðgunarmálum, þar sem ráðist var á konur, á tímabilinu frá janúar 2016 til og með maí 2017. Þegar talað er um að ráðist hafi verið á konurnar er átt við að árásarmennirnir hafi ráðist skyndilega og óvænt á þær, þetta getur til dæmis verið þegar konur eru á gangi utanhúss og ráðist er á þær. Þetta er kallað „overfaldsvoldtægt“ á dönsku og er skilgreint á heimasíðu danska forvarnarráðsins. Þetta er í fyrsta sinn sem úttekt sem þessi er gerð.

Í málunum þekktust gerandi og fórnarlamb ekki neitt eða sáralítið en það er eitt þeirra atriða sem gera málin að „overfaldsvoldtægt“. Á tímabilinu sem var skoðað voru 12 dæmdir í slíkum málum. Þar af voru 10 innflytjendur eða afkomendur innflytjenda. Þeir eru meðal annars frá Makedóníu, Sómalíu, Búlgaríu og Írak. BT byggir þetta á upplýsingum sem koma fram í dómunum um upprunaland hinna dæmdu, ríkisborgararétt þeirra og hvort hægt sé að vísa þeim úr landi að afplánun lokinni.

Þrátt fyrir að Støjberg finnist þetta hryllileg niðurstaða sagðist hún ekki vera hissa. Hún sagði að lengi hafi verið vitað að glæpatíðni er mun hærri meðal innflytjenda en Dana. Hún sagði að þegar hún lítur yfir þessar grófu nauðganir þá sjáist greinileg merki þess að gerendurnir hafi ekki aðlagað sig að Danmörku og að viðhorf þeirra til kvenna séu mjög brengluð.

Niðurstöður BT sýna að margir hinna dæmdu komu til Danmerkur á undanförnum árum en tveir dvöldu ólöglega í landinu. Meðalaldur hinna dæmdu er 23 ár og um helmingur þeirra var undir áhrifum vímuefna þegar þeir frömdu brot sín. Allir 12 gerendurnir neituðu sök. Í flestum málanna tókst gerendunum ekki að koma fram vilja sínum þar sem konurnar börðust á móti eða þá að vegfarendur komu að og gripu inn í atburðarrásina.

BT leitaði til sérfræðinga um útskýringar á af hverju svo margir innflytjendur og afkomendur þeirra koma við sögu í þessum málum. Einn sérfræðinganna Christian Diesen, prófessor í lögum við Stokkhólmsháskóla, sagði að léleg aðlögun útlendinganna að samfélaginu eigi stóran hlut að máli. Þeim finnist þeir ekki vera hluti af samfélaginu og fyrirlíti samfélagið og annað fólk.

„Í Svíþjóð sjáum við sérstaklega hjá innflytjendastrákum, sem eru sakaðir um nauðgun, að þeir varpa sökinni oft á konuna – fórnarlambið – og kalla hana hóru og segja að hún hafi hegðað sér þannig að hún eigi sjálf sök á þessu. Hún var til í hitt og þetta í upphafi, hún var í g-streng og með rökuð kynfæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?