fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Segja að misnotkun og vanræksla viðgangist í flóttamannamiðstöðvum í Texas

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 05:28

Úr flóttamannamiðstöð á vegum bandaríska innflytjendaeftirlitsins. Mynd:Bandaríska landamæralögreglan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2014 hafa alvarlegar kvartanir komið fram um starfsemi 13 flóttamannamiðstöðva í Texas. Tveimur hefur verið lokað í kjölfar kvartananna. Í þessum flóttamannamiðstöðvum eru börn meðal annars vistuð. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem dagblaðið Texas Tribune gerði í samvinnu við fleiri.

Fram kemur að líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi hafi viðgengist í flóttamannamiðstöðvunum og að reglur um öryggi og vellíðan barna hafi verið brotnar. Þessar flóttamannamiðstöðvar eru reknar af einkaaðilum og þar dvelja börn oft í mjög langan tíma. Börnin koma annað hvort ein síns liðs til Bandaríkjanna eða með foreldrum sínum.

Ásakanirnar um misnotkun og vanrækslu teygja sig um 20 ár aftur í tímann og ná fram til dagsins í dag. Eitt þeirra fyrirtækja sem reka þessar flóttamannamiðstöðvar er Southwest Key Programs en 246 kvartanir hafa borist vegna starfsemi þess. Fyrirtækið hefur verið í kastljósi fjölmiðla eftir að fram kom í síðustu viku að allt að 1.500 börn hafi verið lokuð inni í stórum búrum í gömlum stórmarkaði sem Southwest Key Programs hefur breytt í flóttamannamiðstöð. Þeirri flóttamannamiðstöð hefur þó ekki verið lokað.

Rúmlega 100 kvartanir höfðu borist vegna annarrar þeirra flóttamannamiðstöðvar sem hefur nú verið lokað. Þar á meðal var kvartað yfir „óviðeigandi kynferðislegum samskiptum starfsmanna og barna, þungum refsingum og ónægri læknisaðstoð“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta